Efni Sjómannadagsblaðsins
Hátíð án punts
Sjómannadagurinn er árlegur hátíðisdagur og hefur verið það í tæplega 90 ár. Hann er skemmtilegur á ýmsa kanta en engu að síður langt í frá upp á punt, heldur stöðug áminning um þátt sjómennskunnar í afkomu þjóðarinnar. Dagurinn hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem...
Farsæld til framtíðar felst í sátt
Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá því árið 1938. Til hans var stofnað af sjómannafélögum sem vildu tileinka einn dag þeirri stétt sem vann „erfiðustu og hættulegustu störfin,“ eins og sagði í umfjöllun Alþýðublaðsins um fyrsta sjómannadaginn. Þannig...
Hugmyndin kviknaði yfir samnorrænu rauðvínsglasi
Smíði og notkun súðbyrðinga rataði á skrá Menningarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) yfir óáþreifanlegan menningararf í lok síðasta árs. Formaður Vitafélagsins – íslenskrar strandmenningar, félags sem hafði aðkomu að undirbúningi skráningarinnar, segir þetta...
„Gátum ekki annað gert en beðið“
Þrjátíu og fimm ár eru liðin frá strandi Barðans GK undan Hólahólum á Snæfellsnesi. Áhöfninni var allri bjargað við erfiðar aðstæður, haugasjó og éljagang, og er ekki síst talið að snarræði þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar hafi skipt sköpum. Talið er að röng...
Daninn sem Íslendingar elskuðu
Danski skipherrann Carl Georg Schack varð þjóðhetja á Íslandi eftir vasklega framgöngu gegn breskum togaraskipstjórum sem uppvísir urðu að landhelgisbrotum hér við land. Hann þoldi ekki að sjá arðránið sem stórþjóðir stunduðu hér við land og sýndi í verki að honum...
Undanfari viðamikilla breytinga
Menn hafa lengi karpað um það í léttum dúr hver hafi verið fyrsti skuttogari landsmanna. Er það nokkurs konar landshlutakeppni þar sem metnaður ríkir, enda eru ýmsar meiningar um skilgreininguna í þeim efnum. Í þessu sambandi hafa nokkur skip verið nefnd til sögunnar....
Siginn fiskur er jólamatur
„Maður ólst upp við að éta allt,“ segir Friðrik Vilhjálmsson vélstjóri, sem nú er sestur í helgan stein eftir áratugi á sjó. Þrátt fyrir að hafa siglt til nærri allra heimsálfa þykir honum íslenski heimilismaturinn enn „langtum bestur“ og þar er siginn fiskur í...
Mikilvægt að leyfa fólki að sanna sig
Brynjólfur G. Halldórsson skipstjóri var 50 ár á sjó og hefur nú verið 20 ár í landi. Hann hefur marga fjöruna sopið og oft komist í hann krappan, til að mynda í hinu alræmda Nýfundnalandsveðri árið 1959 þegar Júlí fórst með 30 sjómönnum innanborðs. Brynjólfur ræðir atburðina, lærdóminn og ferilinn.
Sjómannadagsráð er stærsta fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við aldraða
Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins voru upphaflega grasrótarsamtök sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, stofnuð árið 1937, sem í dag standa að Félag skipstjórnarmanna, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómannafélag Íslands. Sjómannadagsráð hefur frá upphafi...
Langar mjög að halda sýningu í Reykjavík
Á Dalvík býr völundarsmiðurinn Elvar Þór Antonsson, fyrrverandi sjómaður sem átti sér lengi það áhugamál að setja saman flugvélamódel í tómstundum og fljúga þeim. Þetta var á árunum fyrir aldamótin þegar ég var í áhöfn gamla Björgólfs EA. Um aldamótin fór ég að velta...
Notar heimildir til að rétta af sýn nútímafólks á sjósókn kvenna
Væntanleg er á ensku glæný bók eftir Margaret Willson um Þuríði formann. Hún kynnti nýverið rannsóknir sínar á sjósókn íslenskra kvenna á fyrirlestri sem fram fór í Sjávarklasanum við Grandagarð í Reykjavík. Gestir hennar voru fyrstir til að berja augum kápu...
Fékk nýtt siglingaljósamastur frá Japan
Nýtt siglingaljósamastur var sett upp í varðskipinu Óðni í fyrrasumar eftir að góð gjöf frá Japan barst til landsins. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarna mánuði að gera Óðin haffæran á ný og meðal skilyrða var að skipt yrði um mastrið, enda var...
„Þetta er allt svo stórt“
Skipstjóri Dettifoss, stærsta skipsins í sögu íslenska kaupskipaflotans, segir það besta skip sem hann hafi nokkurn tímann siglt. Ekki aðeins sé það öflugt og með mikla flutningsgetu heldur fari það „vel með mann“ þegar vont er í sjóinn, sem hafi skipt sköpum undan...
Gamli góði kjarninn í nýjum búningi
Hátíðahöld sjómannadagsins í Reykjavík verða sumpart með nýju sniði í ár. Þrátt fyrir ýmsar nýjungar og breyttar áherslur mun gamli sjómannadagsandinn svífa yfir vötnum.
Átök voru nánast óumflýjanleg
Í haust, þegar 50 ár eru liðin frá því að fiskveiðilögsaga Íslands var færð í 50 mílur, kemur út hjá Sögufélagi fyrsta bókin af þremur í ritröð Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings og forseta Íslands, um þorskastríðin. Guðni segir mikilvægt að segja söguna eins og hún var, ekki aðeins sem helgisögu.
Draumórar að ætla að ná einhverri allsherjarsátt um fiskveiðistjórnunina
Þegar sóknarkerfið var aflagt var öllum ljós nauðsyn þeirrar aðgerðar, enda leiddi það kerfi til ofveiði, segir Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ . Hann hóf tvítugur störf hjá LÍÚ rétt fyrir útfærslu lögsögunnar í tólf mílur, var formaður í 33 ár og helsti hvatamaður þess að hér var tekið upp kvótakerfi.
Félagslegi þátturinn stórt öryggisatriði á sjó
Samgöngustofa hefur ýtt úr vör nýju árveknisátaki um öryggi á sjó. Markmið átaksins er kannski ekkert sérlega nýstárlegt, að fækka og koma í veg fyrir alvarleg slys á sjó, en áhersla þess vekur óneitanlega athygli.