Efni Sjómannadagsblaðsins

Það er gott að búa á Íslandi

Það er gott að búa á Íslandi

Og það er líka gott að vera sjómaður á Íslandi. Væntanlega betra en í fjölmörgum öðrum löndum og kannski langflestum þeirra. Sjómennskan hefur um aldir verið veigamesta lífsbjörg þjóðarinnar og þeir sem sótt hafa sjóinn hafa alla tíð notið virðingar og ómælds...

Samstaða með sjómönnum í 85 ár

Samstaða með sjómönnum í 85 ár

Nú eru liðin 85 ár síðan fyrsti sunnudagurinn í júní var tileinkaður sjómönnum og fjölskyldum þeirra, en til þessara hátíðarhalda var stofnað af sjómannafélögum árið 1938 sem vildu tileinka dag þeirri stétt sem ynni hættulegustu og erfiðustu störfin. Sá samtakamáttur...

Nótaveiðar í miklu uppáhaldi

Nótaveiðar í miklu uppáhaldi

Siguróli Sigurðsson er yfirvélstjóri á togaranum Akurey AK-10 og hefur verið meira og minna á sjó síðan hann fór fyrsta túrinn sinn fyrir 23 árum. Hann hefur sankað að sér víðtækri reynslu og starfað á mörgum tegundum skipa. Hann segir það besta við sjómennsku vera...

Japanstogararnir eru mikil og góð sjóskip sem enst hafa vel

Japanstogararnir eru mikil og góð sjóskip sem enst hafa vel

Fyrsta og eina sinn sem skip á Evrópumarkað hafa verið smíðuð í Japan Ein þriggja umfangsmikilla skuttogaravæðinga sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi hófst í ársbyrjun 1971 þegar samningaviðræður voru hafnar á vegum stjórnvalda við Japani um raðsmíði tíu 490 tonna...

Litið um öxl

Litið um öxl

Sjómannadagsblaðið fyrir 50 árum: Vestmannaeyjagosið var fyrirferðarmikið í blaðinu Hér lítum við í baksýnisspegilinn og gluggum í efni Sjómannadagsblaðsins 1973, fyrir 50 árum. Einn stærsti viðburður þess árs, gosið í Heimaey 23. janúar, er eðlilega fyrirferðarmikill...

Markús hefur siglt um öll heimsins höf

Markús hefur siglt um öll heimsins höf

„Það verður að vera sjómannssögn í þessu viðtali. Bestu hafnirnar í heiminum í gamla daga voru þar sem voru fallegar konur og ódýrt vín,“ segir Markús Alexandersson, sem sigldi um öll heimsins höf laus og liðugur á sjötta og sjöunda áratugnum; fyrst á norskum tönkurum...

Segir steikur hámerar ekki síðri en steikur túnfisksins

Segir steikur hámerar ekki síðri en steikur túnfisksins

Michelin-kokkurinn Ragnar Eiríksson á Brút í Pósthússtræti segist af og til fá hámeri á borð til sín. Þó að veiðar á henni séu bannaðar slæðist hún stundum með öðrum afla. Þá hleypur á snærið hjá úrvalskokkum. Brjóskfiskurinn hámeri, sem er af hákarlategund og stundum...

Sjómenn ein starfsstétta á Íslandi með hlutaskiptafyrirkomulag

Sjómenn ein starfsstétta á Íslandi með hlutaskiptafyrirkomulag

• Hlutaskipti við útreikning á kjörum sjómanna hafa verið þekkt í íslenskum sjávarútvegi um aldir • Fyrsti vísir að greiðslu fastra launa til sjómanna kom í kringum aldamótin 1800 • Erfiðlega hefur gengið að semja um kaup og kjör síðustu áratugi Lengi hefur verið...

Hálfdan kafaði, sprengdi og tók þátt í þorskastríðunum

Hálfdan kafaði, sprengdi og tók þátt í þorskastríðunum

Hálfdan Henrysson á áhugaverðan starfsferil að baki. Hann hefur skorið trossur úr skrúfum skipa og verið sprengjusérfræðingur Gæslunnar eftir veru hjá bæði danska og bandaríska hernum. Þá barðist hann í þorskastríðunum. Hálfdan settist í Sjómannadagsráð árið 1993 og...

Breyting varð á karlmennskuímynd sjómanna

Breyting varð á karlmennskuímynd sjómanna

Birtingarmyndir karlmennskuímyndar sjómanna í árdaga Sjómannadagsblaðsins reyndust vera tvær. Tómas Helgi Svavarsson rannsakaði fyrsta áratug útgáfunnar í BA-ritgerð sinni í sagnfræði árið 2021. Hann segir hafa komið skemmtilega á óvart að greina breytingu. Fyrir...

Rétt ákvörðun að renna blint í sjóinn

Rétt ákvörðun að renna blint í sjóinn

Hátíðahöld sjómannadagsins í ár verða um margt sambærileg hátíðinni í fyrra, sem að sögn skipuleggjenda gekk vonum framar. Þrátt fyrir töluverða óvissu sökum faraldursins var engu að síður ákveðið að láta slag standa og boða til fjölskylduhátíðar á Granda, ákvörðun...

Gætu orðið ómetanlegar upplýsingar

Gætu orðið ómetanlegar upplýsingar

• Á hverju ári er áætlað að hundrað slys verði á sjófarendum • Nýtt skráningarkerfi svarar ákalli um áreiðanlegar tölulegar upplýsingar • Þróun kerfisins átti sér stað hjá VÍS en það er nú á hendi Samgöngustofu Nýtt miðlægt skráningarkerfi sjóslysa, ATVIKsjómenn, var...

Nýr kafli er að hefjast í sögu Happdrættis DAS

Nýr kafli er að hefjast í sögu Happdrættis DAS

• Happdrætti DAS sneri vörn í sókn eftir ágjöf í kjölfar þess að Lottóið hóf göngu sína • Nýafstaðin eru framkvæmdastjóraskipti hjá happdrættinu • Happdrættið hefur skilað miðaeigendum 30 milljörðum króna að núvirði í vinninga Tímamót urðu hjá Happdrætti DAS í maí...

Mál sem þyrfti að rannsaka meira

Mál sem þyrfti að rannsaka meira

Viðbrigðin við að koma í land voru ofarlega í huga þátttakenda í einu rannsókninni sem gerð hefur verið á starfslokum sjómanna. Í rannsókninni kemur fram að hér hafi starfslok fólks lítið verið könnuð og ekkert horft til einstakra stétta. Óhætt er að fullyrða að...

Björgunarstörf gengu hratt þegar skipið loksins fannst

Björgunarstörf gengu hratt þegar skipið loksins fannst

• 90 ár eru liðin frá því að síðutogarinn Skúli fógeti strandaði við Staðarhverfið í Grindavík • Þrettán fórust en 24 björguðust • Viðbúnaður og vakt björgunarsveita auk notkunar fluglínu sönnuðu enn gildi sitt Togarinn Skúli fógeti, eign útgerðarfélagsins Alliance,...