Skipstjóri Dettifoss, stærsta skipsins í sögu íslenska kaupskipaflotans, segir það besta skip sem hann hafi nokkurn tímann siglt. Ekki aðeins sé það öflugt og með mikla  flutningsgetu heldur fari það „vel með mann“ þegar vont er í sjóinn, sem hafi skipt sköpum undan Grænlandsströndum í aftakaveðri síðasta vetrar.

Vélstjórinn segir að þrátt fyrir að góð reynsla sé komin á Dettifoss sé áhöfnin enn að læra á skipið, sem er gríðarlega vel tækjum búið. Það sé ekkert grín að bregðast við óvæntum uppákomum í ferlíkinu sem Dettifoss er, því „þetta er allt svo stórt“.

Sjómannadagsblaðið fékk að kíkja um borð og hér til hliðar má sjá afrakstur heimsóknarinnar með augum Hreins Magnússonar, ljósmyndara blaðsins.

– sój

Úr Sjómannadagsblaðinu 2022.

Greinin er úr Sjómannadagsblaðinu 2022. Hægt er að opna allt blaðið í PDF-útgáfu HÉR.