Efni Sjómannadagsblaðsins
Við getum ekki öll starfað við að brýna ljái hvert annars
„Það þarf einhver að slá túnin, einhver annar þarf að raka þau og enn annar að fóðra skepnurnar,“ segir Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs.
Að standa í stafni og stýra góðum knerri
„Sjómannadagurinn er sameiningartákn sjómannastéttarinnar,” segir í kveðju matvælaráðherra til sjómanna í tilefni af sjómannadeginum.
Við getum þetta alveg
Eftir að hafa stundað margvíslega verkamannavinnu, lokið skrifstofunámi og unnið sem ritari fann Arna Valdís Kristjánsdóttir sig á sjónum.
Endurnýtanleg veiðarfæri styðja hringrásarhagkerfið
Georg Haney, umhverfisstjóri Hampiðjunnar, greinir frá aðgerðum fyrirtækisins á sviði umhverfismála og sjálfbærni.
Kann engar skýringar á eigin aflasæld
Jóhannes Ellert Eiríksson skipstjóri er rafvirkjasonur úr Kjósinni sem varð einn aflasælasti togaraskipstjóri landsins.
Nokkuð fer fyrir umfjöllun um landnámið og menningarminjar
Litið um öxl er fastur liður í Sjómannadagsblaðinu þar sem gluggað er í efni blaðsins fyrir 50 árum. Að þessu sinni er það árið 1974.
Sjóslysum gerð skil í safnaðarheimili
Undanfarin fjögur ár hafa þremur sjóslysum verið gerð ítarleg skil með jafn mörgum sýningum í Ljósbroti í félagsheimili Hafnarfjarðarkirkju. Nú eru síðustu forvöð að sjá sýninguna.
Sjóminjasafn á tímamótum
Sjóminjasafnið í Reykjavík stendur á einum og öðrum tímamótum á þessu ári. Á þessu ári eru tuttugu ár frá stofnun safnsins og tíu ár síðan Borgarsögusafn Reykjavíkur tók við rekstri þess.
Þegar Íslendingar smíðuðu eigin skuttogara
Báta- og skipasmíðar eiga sér aldagamlar rætur með þjóðinni. Gísli Súrsson var t.d. sagður hafa verið meðal högustu skipasmiða á sinni tíð. Með árum og öldum þróaðist iðnin, bátarnir stækkuðu og urðu öflugri.
„Ef vogmeri rekur á að brenna hana“
Furðufiskurinn Vogmær er allstór djúpsjávarfiskur sem getur stærstur orðið um þrír metrar, sagður óæti þótt hann sé ætur og til engra sérstakra nytja. Er fiskinum alla jafnan hent.
Rýming farþegaskips er síðasti kosturinn
Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir að það yrði áskorun að fást við alvarlegt sjóslys tengt einhverju af stóru farþegaskipunum sem hingað koma.
Enn eitt áfallið fyrir Grindvíkinga
Hús tekið á Einari Hannesi Harðarsyni, formanni Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, til að ræða hátíðahöld sjómannadagsins og fleiri mál sem snúa að sjómönnum. Vegna eldgosa fagna Grindvíkingar deginum í Reykjavík í ár.
Nær öllum íbúðum þegar verið úthlutað
87 nýjar leiguíbúðir Sjómannadagsráðs í Fossvogi verða senn tilbúnar. Á næstu vikum og mánuðum flytja leigjendur í nýtt hús Naustavarar við Skógarveg.
Sjómannadegi fagnað í höfuðborginni
Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagur í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir. Hér má sjá nokkrar myndir frá því í fyrra, en í ár ber sjómannadaginn upp á sunnudaginn 2. júní.
„Skuturinn og meðhöndlun veiðarfæranna voru aðalbyltingin“
Guðmundur Hafsteinsson vélfræðingur tekinn tali í Sjómannadagsblaðinu 2024 um sögu smíði skuttogara fyrir Íslendinga sem hófst fyrir rúmum 50 árum.
Það er gott að búa á Íslandi
Og það er líka gott að vera sjómaður á Íslandi. Væntanlega betra en í fjölmörgum öðrum löndum og kannski langflestum þeirra. Sjómennskan hefur um aldir verið veigamesta lífsbjörg þjóðarinnar og þeir sem sótt hafa sjóinn hafa alla tíð notið virðingar og ómælds...
Samstaða með sjómönnum í 85 ár
Nú eru liðin 85 ár síðan fyrsti sunnudagurinn í júní var tileinkaður sjómönnum og fjölskyldum þeirra, en til þessara hátíðarhalda var stofnað af sjómannafélögum árið 1938 sem vildu tileinka dag þeirri stétt sem ynni hættulegustu og erfiðustu störfin. Sá samtakamáttur...
Nótaveiðar í miklu uppáhaldi
Siguróli Sigurðsson er yfirvélstjóri á togaranum Akurey AK-10 og hefur verið meira og minna á sjó síðan hann fór fyrsta túrinn sinn fyrir 23 árum. Hann hefur sankað að sér víðtækri reynslu og starfað á mörgum tegundum skipa. Hann segir það besta við sjómennsku vera...
Japanstogararnir eru mikil og góð sjóskip sem enst hafa vel
Fyrsta og eina sinn sem skip á Evrópumarkað hafa verið smíðuð í Japan Ein þriggja umfangsmikilla skuttogaravæðinga sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi hófst í ársbyrjun 1971 þegar samningaviðræður voru hafnar á vegum stjórnvalda við Japani um raðsmíði tíu 490 tonna...
Litið um öxl
Sjómannadagsblaðið fyrir 50 árum: Vestmannaeyjagosið var fyrirferðarmikið í blaðinu Hér lítum við í baksýnisspegilinn og gluggum í efni Sjómannadagsblaðsins 1973, fyrir 50 árum. Einn stærsti viðburður þess árs, gosið í Heimaey 23. janúar, er eðlilega fyrirferðarmikill...
Markús hefur siglt um öll heimsins höf
„Það verður að vera sjómannssögn í þessu viðtali. Bestu hafnirnar í heiminum í gamla daga voru þar sem voru fallegar konur og ódýrt vín,“ segir Markús Alexandersson, sem sigldi um öll heimsins höf laus og liðugur á sjötta og sjöunda áratugnum; fyrst á norskum tönkurum...
Segir steikur hámerar ekki síðri en steikur túnfisksins
Michelin-kokkurinn Ragnar Eiríksson á Brút í Pósthússtræti segist af og til fá hámeri á borð til sín. Þó að veiðar á henni séu bannaðar slæðist hún stundum með öðrum afla. Þá hleypur á snærið hjá úrvalskokkum. Brjóskfiskurinn hámeri, sem er af hákarlategund og stundum...
Sjómenn ein starfsstétta á Íslandi með hlutaskiptafyrirkomulag
• Hlutaskipti við útreikning á kjörum sjómanna hafa verið þekkt í íslenskum sjávarútvegi um aldir • Fyrsti vísir að greiðslu fastra launa til sjómanna kom í kringum aldamótin 1800 • Erfiðlega hefur gengið að semja um kaup og kjör síðustu áratugi Lengi hefur verið...
Hálfdan kafaði, sprengdi og tók þátt í þorskastríðunum
Hálfdan Henrysson á áhugaverðan starfsferil að baki. Hann hefur skorið trossur úr skrúfum skipa og verið sprengjusérfræðingur Gæslunnar eftir veru hjá bæði danska og bandaríska hernum. Þá barðist hann í þorskastríðunum. Hálfdan settist í Sjómannadagsráð árið 1993 og...
Breyting varð á karlmennskuímynd sjómanna
Birtingarmyndir karlmennskuímyndar sjómanna í árdaga Sjómannadagsblaðsins reyndust vera tvær. Tómas Helgi Svavarsson rannsakaði fyrsta áratug útgáfunnar í BA-ritgerð sinni í sagnfræði árið 2021. Hann segir hafa komið skemmtilega á óvart að greina breytingu. Fyrir...
Rétt ákvörðun að renna blint í sjóinn
Hátíðahöld sjómannadagsins í ár verða um margt sambærileg hátíðinni í fyrra, sem að sögn skipuleggjenda gekk vonum framar. Þrátt fyrir töluverða óvissu sökum faraldursins var engu að síður ákveðið að láta slag standa og boða til fjölskylduhátíðar á Granda, ákvörðun...
Gætu orðið ómetanlegar upplýsingar
• Á hverju ári er áætlað að hundrað slys verði á sjófarendum • Nýtt skráningarkerfi svarar ákalli um áreiðanlegar tölulegar upplýsingar • Þróun kerfisins átti sér stað hjá VÍS en það er nú á hendi Samgöngustofu Nýtt miðlægt skráningarkerfi sjóslysa, ATVIKsjómenn, var...
Nýr kafli er að hefjast í sögu Happdrættis DAS
• Happdrætti DAS sneri vörn í sókn eftir ágjöf í kjölfar þess að Lottóið hóf göngu sína • Nýafstaðin eru framkvæmdastjóraskipti hjá happdrættinu • Happdrættið hefur skilað miðaeigendum 30 milljörðum króna að núvirði í vinninga Tímamót urðu hjá Happdrætti DAS í maí...
Mál sem þyrfti að rannsaka meira
Viðbrigðin við að koma í land voru ofarlega í huga þátttakenda í einu rannsókninni sem gerð hefur verið á starfslokum sjómanna. Í rannsókninni kemur fram að hér hafi starfslok fólks lítið verið könnuð og ekkert horft til einstakra stétta. Óhætt er að fullyrða að...
Björgunarstörf gengu hratt þegar skipið loksins fannst
• 90 ár eru liðin frá því að síðutogarinn Skúli fógeti strandaði við Staðarhverfið í Grindavík • Þrettán fórust en 24 björguðust • Viðbúnaður og vakt björgunarsveita auk notkunar fluglínu sönnuðu enn gildi sitt Togarinn Skúli fógeti, eign útgerðarfélagsins Alliance,...
Hátíð án punts
Sjómannadagurinn er árlegur hátíðisdagur og hefur verið það í tæplega 90 ár. Hann er skemmtilegur á ýmsa kanta en engu að síður langt í frá upp á punt, heldur stöðug áminning um þátt sjómennskunnar í afkomu þjóðarinnar. Dagurinn hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem...
Farsæld til framtíðar felst í sátt
Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá því árið 1938. Til hans var stofnað af sjómannafélögum sem vildu tileinka einn dag þeirri stétt sem vann „erfiðustu og hættulegustu störfin,“ eins og sagði í umfjöllun Alþýðublaðsins um fyrsta sjómannadaginn. Þannig...
Hugmyndin kviknaði yfir samnorrænu rauðvínsglasi
Smíði og notkun súðbyrðinga rataði á skrá Menningarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) yfir óáþreifanlegan menningararf í lok síðasta árs. Formaður Vitafélagsins – íslenskrar strandmenningar, félags sem hafði aðkomu að undirbúningi skráningarinnar, segir þetta...
„Gátum ekki annað gert en beðið“
Þrjátíu og fimm ár eru liðin frá strandi Barðans GK undan Hólahólum á Snæfellsnesi. Áhöfninni var allri bjargað við erfiðar aðstæður, haugasjó og éljagang, og er ekki síst talið að snarræði þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar hafi skipt sköpum. Talið er að röng...
Daninn sem Íslendingar elskuðu
Danski skipherrann Carl Georg Schack varð þjóðhetja á Íslandi eftir vasklega framgöngu gegn breskum togaraskipstjórum sem uppvísir urðu að landhelgisbrotum hér við land. Hann þoldi ekki að sjá arðránið sem stórþjóðir stunduðu hér við land og sýndi í verki að honum...
Undanfari viðamikilla breytinga
Menn hafa lengi karpað um það í léttum dúr hver hafi verið fyrsti skuttogari landsmanna. Er það nokkurs konar landshlutakeppni þar sem metnaður ríkir, enda eru ýmsar meiningar um skilgreininguna í þeim efnum. Í þessu sambandi hafa nokkur skip verið nefnd til sögunnar....
Siginn fiskur er jólamatur
„Maður ólst upp við að éta allt,“ segir Friðrik Vilhjálmsson vélstjóri, sem nú er sestur í helgan stein eftir áratugi á sjó. Þrátt fyrir að hafa siglt til nærri allra heimsálfa þykir honum íslenski heimilismaturinn enn „langtum bestur“ og þar er siginn fiskur í...
Mikilvægt að leyfa fólki að sanna sig
Brynjólfur G. Halldórsson skipstjóri var 50 ár á sjó og hefur nú verið 20 ár í landi. Hann hefur marga fjöruna sopið og oft komist í hann krappan, til að mynda í hinu alræmda Nýfundnalandsveðri árið 1959 þegar Júlí fórst með 30 sjómönnum innanborðs. Brynjólfur ræðir atburðina, lærdóminn og ferilinn.
Sjómannadagsráð er stærsta fyrirtæki landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við aldraða
Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins voru upphaflega grasrótarsamtök sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, stofnuð árið 1937, sem í dag standa að Félag skipstjórnarmanna, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómannafélag Íslands. Sjómannadagsráð hefur frá upphafi...
Langar mjög að halda sýningu í Reykjavík
Á Dalvík býr völundarsmiðurinn Elvar Þór Antonsson, fyrrverandi sjómaður sem átti sér lengi það áhugamál að setja saman flugvélamódel í tómstundum og fljúga þeim. Þetta var á árunum fyrir aldamótin þegar ég var í áhöfn gamla Björgólfs EA. Um aldamótin fór ég að velta...
Notar heimildir til að rétta af sýn nútímafólks á sjósókn kvenna
Væntanleg er á ensku glæný bók eftir Margaret Willson um Þuríði formann. Hún kynnti nýverið rannsóknir sínar á sjósókn íslenskra kvenna á fyrirlestri sem fram fór í Sjávarklasanum við Grandagarð í Reykjavík. Gestir hennar voru fyrstir til að berja augum kápu...
Fékk nýtt siglingaljósamastur frá Japan
Nýtt siglingaljósamastur var sett upp í varðskipinu Óðni í fyrrasumar eftir að góð gjöf frá Japan barst til landsins. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarna mánuði að gera Óðin haffæran á ný og meðal skilyrða var að skipt yrði um mastrið, enda var...
„Þetta er allt svo stórt“
Skipstjóri Dettifoss, stærsta skipsins í sögu íslenska kaupskipaflotans, segir það besta skip sem hann hafi nokkurn tímann siglt. Ekki aðeins sé það öflugt og með mikla flutningsgetu heldur fari það „vel með mann“ þegar vont er í sjóinn, sem hafi skipt sköpum undan...
Gamli góði kjarninn í nýjum búningi
Hátíðahöld sjómannadagsins í Reykjavík verða sumpart með nýju sniði í ár. Þrátt fyrir ýmsar nýjungar og breyttar áherslur mun gamli sjómannadagsandinn svífa yfir vötnum.
Átök voru nánast óumflýjanleg
Í haust, þegar 50 ár eru liðin frá því að fiskveiðilögsaga Íslands var færð í 50 mílur, kemur út hjá Sögufélagi fyrsta bókin af þremur í ritröð Guðna Th. Jóhannessonar, sagnfræðings og forseta Íslands, um þorskastríðin. Guðni segir mikilvægt að segja söguna eins og hún var, ekki aðeins sem helgisögu.
Draumórar að ætla að ná einhverri allsherjarsátt um fiskveiðistjórnunina
Þegar sóknarkerfið var aflagt var öllum ljós nauðsyn þeirrar aðgerðar, enda leiddi það kerfi til ofveiði, segir Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ . Hann hóf tvítugur störf hjá LÍÚ rétt fyrir útfærslu lögsögunnar í tólf mílur, var formaður í 33 ár og helsti hvatamaður þess að hér var tekið upp kvótakerfi.
Félagslegi þátturinn stórt öryggisatriði á sjó
Samgöngustofa hefur ýtt úr vör nýju árveknisátaki um öryggi á sjó. Markmið átaksins er kannski ekkert sérlega nýstárlegt, að fækka og koma í veg fyrir alvarleg slys á sjó, en áhersla þess vekur óneitanlega athygli.