Í tilefni sjómannadagsins í ár býður Umhverfisstofnun til kynningar á Grandagarði um átak í strandhreinsun Íslands. Ný heimasíða strandhreinsun.is verður kynnt og möguleikar á að sækja um styrki til verkefna sem tengjast strandhreinsun. Almenningur, vinnustaðir, félagasamtök eða hver sem er sem vill leggja málefninu lið getur tekið þátt með því að taka frá strandbút til að hreinsa og sýna árangurinn á heimasíðunni.