Fatamerkið Bið að heilsa niðrí Slipp (BAHNS) blæs til koddaslags á planka í Reykjavíkurhöfn á Sjómannadaginn.
Fjórir hressir karlar  keppast um að hreppa fyrsta sætið í rammheiðarlegri útsláttarkeppni.

Keppendurnir eru:

Geoffrey Huntingdon-Williams
Sigurþór Einarsson
Brynjar Hlöðversson
Nicholas Fishleigh
Slagurinn byrjar 15:00 og mælum við með að mæta tímanlega til að hafa góða yfirsýn.
BAHNS býður gestum og gangandi að taka þátt í veðbanka koddaslagsins í verslun sinni, Kiosk Grandi, Grandagarði 35, en verslunin er staðsett beint á móti plankanum.
Vinningshafi verður dreginn uppúr potti að verðlaunaafhendingu lokinni og er til mikils að vinna!

Hægt er að kynnast keppendum slagsins á instagram síðu merkisins: @bahns_rvk