Svanurinn flokkunarstöð er í eigu Brims. Allur úrgangur sem fellur til um borð í skipum félagsins, verksmiðjum og skrifstofum er flokkaður. Við flokkunina er metið hvort frekari nýting sé möguleg innan Brims og allt endurvinnsluhráefni skilið frá almennum úrgangi. Markmiðið með flokkunarstarfinu er að lágmarka úrgang sem fer til urðunar og hámarka hráefni sem skila sér aftur út í hringrásarhagkerfið. Þannig gengur stór hluti úrgangs frá starfsemi Brims í endurnýjun lífdaga, í breyttu hlutverki innan Brims eða sem hráefni í nýjar afurðir
Við fáum skemmtilegt tækifæri til þess að nýta okkur þetta flotta verkefni og búa til skemmtilegt föndur úr því hráefni sem fellur til við flokkunina, nú er tækifæri til að láta ljós sitt skína í föndri!
Recent Comments