16:00

Keppt í kararóðri og flekahlaupi
Grindvíkingar hafa keppt árum saman í kararóðri og flekahlaupi í tilefni af sjómannadeginum. Nú gefst þér tækifæri til að taka þátt. Kararóður er heldur óhefðbundin róðrakeppni þar sem bátarnir eru fiskikör en árarnar skóflur. Í flekahlaupi er keppst um að komast yfir brú úr korkflekum sem flýtur á sjónum. Tekið verður við skráningum á staðnum. Hafið með ykkur handklæði og þurr föt.