13:00 – 17:00 Gunni Helga í hvítu tjöldinum
14:10
Gunni Helga verður kl. 14:10 á litla sviðinu á Grandagarði.
Í tilefni útgáfu bókarinnar Amma slær i gegn eftir Gunnar Helgason verður blásið til útgáfugleði í hvítu tjaldi á Grandagarði sunnudaginn 2. júní kl. 13-17. Gunni verður í hvítu tjaldi framarlega á hátíðarsvæðinu í tengslum við Sjómannadaginn og þar verður mikið stuð! Gunni kemur til með að spjalla og sprella við gesti og gangandi ásamt því að lesa úr bókinni og skella sér upp á svið. Lukkuhjól verður í tjaldinu og þar verður hægt að vinna fullt af geggjuðum vinningum fyrir börnin. Bókin verður á sérstöku útgáfutilboði.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Recent Comments