Kl. 10:00 Minningarathöfn um týnda og drukknaða sjómenn við Minningaröldur sjómannadagsins í Fossvogskirkjugarði. Á meðal viðstaddra verður forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Landhelgisgæslan annast heiðursvörð.
Kl. 11:00 Hátíðarmessa sjómannadagsins í Dómkirkjunni. Sr. Sveinn Valgeirsson þjónar til altaris og Kristján Björnsson vígslubiskup flytur predikun.
14:00 Heiðrunarathöfn í Hörpunni – sjómenn heiðraðir fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf. Einnig verður forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdur heiðursmerki sjómannadagsins fyrir sýndan stuðning við útveg og sjómannastétt í embættistíð sinni. Ávörp flytja bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Árni Sverrisson fomaður Félags skipstjórnarmanna.
Recent Comments