Verið velkomin á ókeypis tónleika H&M dúettsins í Sjóminjasafninu á Sjómannadaginn kl. 13-15.
Dúettinn skipa þau Heiða Hrönn Harðardóttir og Matthías Ægisson en þau hafa leikið saman við ýmis tilefni í bráðum fjögur ár. Heiða syngur og Matthías leikur á píanó og gítar.
Sjóminjasafnið er opið frá kl. 10-17 á Sjómannadaginn. Frítt inn í tilefni dagsins og öll velkomin!