Á sjómannadaginn  munum við vera við verbúðirnar við gömlu höfnina frá 11:00 – 16:00 að elda ekta spænskar paellur að hætti fiskimannanna í hverfinu La Barceloneta. Verið öll velkomin að koma og smakka á þessum ljúffenga þjóðarrétti spænskra sjómanna. 

La Barceloneta er gamalt fiskimannahverfi við ströndina í Barcelona. Þetta vinsæla hverfi sem er fullt af töfrum og sögu var þó nánast óbyggt fram á miðja átjándu öld. Árið 1754 fóru sjómenn, sem bjuggu í nágrannasveitum, að setjast þarna að vegna nálægðarinnar við sjóinn.

Þótt La Barceloneta hafi verið mikið endurnýjað hefur það haldið sínum einstaka sjarma og auðvitað er La Barceloneta talið vera einn besti staðurinn til að borða ferskan fisk eða paellu í Barcelona.

www.labarceloneta.is