Í tilefni Sjómannadagsins býður Umhverfisstofnun til sýningar á Grandagarði þar sem hægt er að fræðast um olímengun í sjó og viðbrögð til að lágmarka áhrif olíumengunar á lífríki.

Mengun í hafi verður oft á tíðum skyndilega og því er mikilvægt að grípa tafarlaust til aðgerða. Á sýningunni verður sýnt myndband frá því þegar Wilson Muuga strandaði við Hvalsnesi á Reykjanesi í desember 2006 og aðgerðum viðbragðsaðila. Einnig verður til sýnis búnaður sem notaður er til að hreinsa upp olíumengun.

Hlökkum til að sjá ykkur!